Móðurfyrirtæki Maxus er SAIC Motors sem er stærsti bílaframleiðandinn í Kína.
SAIC Motors hefur byggt upp þróunarstefnu sem hefur skilað fyrirtækinu miklum vexti, sérstaklega hvað varðar framleiðslu á rafbílum og tengiltvinnbílum. Þar sem fyrirtækið kemur snemma að borði við þróun nýrrar rafbílatækni hefur bílaútflutningur stöðugt orðið stærri þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Áður seldi fyrirtækið einkum bíla á kínverska markaðnum en hlutur útflutnings til annarra landa hefur aukist mikið. Árið 2019 flutti SAIC Motors út 350.000 bíla og varð þar með stærsti bílaframleiðandi Kína í útflutningi.
SAIC Motors er sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims og stærsti bílaframleiðandi í Kína. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á gæði, þægindi og góða aksturseiginleika.